Hefur einhver áhuga á svona illa þýddum greinum?

það er ekki nóg með að greinin er frámunalega illa þýdd. Hún er líka að fjalla um matvöru sem er ekki seld á landinu. 


mbl.is Sjö atriði sem þú ættir að forðast á morgnana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vélhjólamenning

Honda CBR600F4

Já ég er auðvitað alveg að bulla að setja þetta undir menningu og listir.

Ég fékk mér mótorhjól hér í Singapore nýlega. Allir héldu að nú fengi hann sér Harley Davidson.

 Ég sagði mönnum að ég ætlaði að fá mér nútíma grip, þar sem ég væri ekki safnvörður, og hefði ekki áhuga á að dröslast um með meira en kvart tonn af járni um göturnar.

 Ég keypti mér Hondu CBR600F4 frá 1999.

Helvíti klént að það skyldi vera frá síðustu öld. En það er af sömu kynslóð og enn er seld.

Menn kaupa nú um stundir bróður þess sem heitir CBR600RR.

Það er minna og kvikara. OK big deal. Ég borgaði um 250 þ fyrir það. Mér sýnist menn meta svona hjól á um 90 til 100þ á Fróni.

Þetta er alveg ótrúlegt hjól. 3 sek í hundrað. Það má keyra það alveg eins og gömul frænka ef maður er í því skapi, eða það getur öskrað um eins og Rottweiler með hásbólgu og hausverk ef maður vill svo hafa. Yfir 10.000 snúningum er það á sterum, dísum og spítti öllu saman í einu.

Svo tekur maður í bremsuna og það verður allt rólegt og normal aftur.

 


Lífið í Singapore

Hvernig er lífið hér hinumegin

Við lifum hér mjög afslöppuðu fjölskyldulífi, svo stutt svar er að það er bara mjög gott.

Þegar maður kemur fyrst er ekki hægt annað en að taka eftir því hvað evrópubúar sem hér hafa búið lengi hafa skarpar skoðanir um allt og alla.

Hér býr aðallega fólk af kínverskum ættum. Singapore var hluti af Malasíu áður en ríkið Singapore var stofnað.
Þeir sem eru af Malasískum ættum hér eru samt nokkurs konar annars flokks þegnar.
Kínverjar eru ótrúlega öflugir í að ýta sér áfram.
Malasíubúar eru mun kærulausari.

Það er mjög athygglisvert sem íslendingur að upplifa hvað skilin milli kynþátta geta verið skörp.
Hér eru kínverjar ýmist mjög ríkir, eða alla vega millistétt.
Malasíumenn eru sjaldan mjög ríkur, en oft í störfum eins og öryggisgæslu eða álíka.
Þeir lægst settu hérna eru tamílar.
Þeir sópa stéttar, klippa gras og mála hús.

Opinber tungumál hér eru Mandarín kínverska, Bahasa Malaysia og Tamil.

Tamilarnir sem vinna við byggingavinnu búa oftast í gömlum gámum, úr járni, með blikkþaki hróflað ofaná, til að það rigni ekki inn á gólf.
Þeir fá atvinnuleyfi hér í einhverja mánuði og verða svo að fara heim aftur.
Þeir fá með engu móti atvinnuleyfi til lengdar.
Það má deila um það hvort þetta sé gott eða slæmt.
Þeir vinna hér fyrir hærri laun en þeim býðst heima við.
Singapore fær ódýrt vinnuafl.
En t.d. múraðir veggir hér á alveg glænýjum húsum eru alveg hrikalega ljótir, þar sem þeir sem múra eru alltaf nýjir og ómenntaðir tamílar en ekki æfðir múrarar eins og í Evrópu alla jafna.
Í Þýskalandi eru nánast allir sem sjást við að múra Tyrkir. En þeir komu þangað kannski fyrir 20 árum og hafa verið í þessu allan þann tíma.
Tamílarnir eru einir og fjölskyldulausir að hokra hérna.
Þeir ganga oft um tveir hönd í hönd eins og kærustupar.
Illar tungur hér segja þá vera í kakóinu hver á öðrum.

Nóg um það.

Við upplifum eitthvað nýtt og óvænt á nánast hverjum degi hérna.

Maður á margt ólært í samskiptum við asíubúa.
Þeir verða ekki settir í sama bás, en það eru þó nokkrir þættir í samskuptum við þá sem eru líkir.

Það er mjög ríkt í Kínverjum að passa sig að tapa ekki andliti.
Þetta gerir það að verkum í daglegum samskiptum við kollegana, ekki minnst konurnar hér, að maður þarf að passa verulega að gagnrýna ekki aðgerðir eða aðferðir beint.
Ég mun nefna dæmi um þetta síðar meir.

Það er fyndið hvað kínverjarnir hafa allt annað sjónarhorn á hlutina.
Feng shui, er oft nefnt nú á vesturlöndum. Áður en ég kom hingað var mynd mín af því fyrirbæri aðallega að þetta væri um að hafa einfaldleika í arkítektúr og innréttingu og svo kannski léttar kerlingarbækur um það hvert höfuðið ætti að snúa þegar maður sefur osfrv.

En hér í Singapore trúa menn því alveg hreint að fyrirtæki sem vill þéna almennilega verði að hafa glæsibyggingu, þar sem inngangurinn má ekki vera út að götu með umferð.
Svo er alveg nauðsynlegt að byggingin sé gati inn fyrir ríkidæmi til að flæða inn.
Bestu dæmin um þetta eru hús þar sem hola er alveg í gegn, eða heila hæð vantar og stöpplar eru í staðinn.

Hjátrúin er ekki bara um mammon.
Talan 4 hljómar víst líka líkt og orðið dauði á Mandarín.
Þessvegna er mjög óalgengt að sjá bíla með tölunni 4 í númeraspjöldunum.
Peogeot 406 er ekki heldur algengur hér.
Suzuki bílar seljast líka illa, þar sem su þýðir tap. Zu er túlkað eins. Ki þýðir farið.
Svo tap, tap farið. Getur ekki verið öllu verra.
Betra að fá sér ekki svoleiðis ólukkutæki.
Maður getur illa tekið þessu alvarlega, en meira að segja mjög vel menntaðir kínverjar eru einhvern veginn fastir í þessu.

Þeir segjast öfunda okkur af því hvað við erum laus við svona hjátrú, en játa um leið að þeim sé ekki sjálfrátt um þetta.


Blogg um hvaðeina sem mér brennur í brjósti.

Ég bý með konu og tveimur sonum  í Singapore.

Ég hef heyrt af einum Íslendingi hérna. Hann er prófessor við háskólann hérna. Ég á eftir að rabba við hann.

Ef einhver veit af fleirum hér, látið mig endilega vita. Það er aldrei að vita nema hér verði haldið þorrablót.

Hér eru nánast engar árstíðir, svo það má halda þorrablót hvenær sem er. Stemningin er hvort eð er aldrei í lagi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband