Færsluflokkur: Menning og listir

Vélhjólamenning

Honda CBR600F4

Já ég er auðvitað alveg að bulla að setja þetta undir menningu og listir.

Ég fékk mér mótorhjól hér í Singapore nýlega. Allir héldu að nú fengi hann sér Harley Davidson.

 Ég sagði mönnum að ég ætlaði að fá mér nútíma grip, þar sem ég væri ekki safnvörður, og hefði ekki áhuga á að dröslast um með meira en kvart tonn af járni um göturnar.

 Ég keypti mér Hondu CBR600F4 frá 1999.

Helvíti klént að það skyldi vera frá síðustu öld. En það er af sömu kynslóð og enn er seld.

Menn kaupa nú um stundir bróður þess sem heitir CBR600RR.

Það er minna og kvikara. OK big deal. Ég borgaði um 250 þ fyrir það. Mér sýnist menn meta svona hjól á um 90 til 100þ á Fróni.

Þetta er alveg ótrúlegt hjól. 3 sek í hundrað. Það má keyra það alveg eins og gömul frænka ef maður er í því skapi, eða það getur öskrað um eins og Rottweiler með hásbólgu og hausverk ef maður vill svo hafa. Yfir 10.000 snúningum er það á sterum, dísum og spítti öllu saman í einu.

Svo tekur maður í bremsuna og það verður allt rólegt og normal aftur.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband